Þann 12. maí 2016 var samþykkt viðbragðsáætlun vegna sjóslysa, fyrir farþegaskip við hafnir höfuðborgarsvæðisins með sérstaka áherslu á viðbrög. Áætlunin er unnin af almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins / Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslu Íslands og Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. Samráð var haft við Samgöngustofu, Umhverfisstofnun, hafnarstjóra Faxaflóahafna og Hafnafjarðarhafna. Allir viðbragðsaðilar og aðrir sem nefndir eru í áætluninni voru hafðir með í ráðum.
Markmið áætlunarinnar er að tryggja skipulögð viðbrögð við hópslysum um borð í farþegaskipum í höfnum og á siglingaleið á ofangreindu svæði og að þolendum berist öll nauðsynleg aðstoð á sem skemmstum tíma. Viðbragðsáætlunin er til leiðbeiningar um fyrstu viðbrögð en felur ekki í sér endanleg fyrirmæli. Þannig getur lögreglustjóri, eða eftir atvikum aðgerðarstjóri ef ekki er um að ræða almannavarnaástand, ákveðið breytta starfstilhögun með tilliti til ástands og aðstæðna hverju sinni.  Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Landhelgisgæslan og almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins / Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins í samvinnu við almannavarnadeild ríkislögreglustjórans, hafnarstjóra og aðra viðbragðsaðila bera ábyrgð á virkni áætlunarinnar og skal áætlunin vera uppfærð og æfð á a.m.k. fjögurra ára fresti.
Viðbragðsáætlunin er aðgengileg á vef Ríkislögreglustjóra Almannavarnardeild. Áætlunin er einnig aðgengileg á vef Faxaflóahafna sf.
Capture

FaxaportsFaxaports linkedin