Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til hafnar í Reykjavík í gærkvöldi og var það hið glæsilega skip Le Commandant Charcot frá Ponant útgerðinni. Skipið er skýrt í höfuðið á hinum fræga franska vísindamanni Jean-Baptiste Étienne Auguste Charcot. Var það að koma frá Grænlandi og heldur þangað aftur með nýja farþega sem stigu um borð í Reykjavik.
Le Commandant Charcot er knúið fljótandi jarðgasi (e. Liquefied Natural Gas) sem gerir skipið með umhverfisvænni skipum í skemmtiferðaskipaflotanum. Gasflutningaskip kom til landsins frá Svíþjóð til að dæla jarðgasi á Charcot og er það mikið gleðiefni fyrir Faxaflóahafnir að geta boðið upp á aðstöðu fyrir það.
Hlé verður á skipakomum þangað til í byrjun maí þegar Norwegian Pearl kemur til hafnar þann fyrsta maí. Seinasta skip sem kemur til hafnar á þessu ári er nefnt eftir öðrum fræknum landkönnuði, Vasco da Gama, það skip kveður höfnina þann 28. október. Bókaðar eru 237 skipakomur til Faxaflóahafna sem eru 22 færri skipakomur en voru árið 2024.