Undanfarin ár hafa Faxaflóahafnir sf. tilnefnt fyrirtæki á hafnarsvæði sínu, þ.e. Akranes, Bogarnes, Grundartanga og Reykjavík, til umhverfisverðlauna fyrirtækisins. Verðlaunaafhendingin fer fram á sama tíma og ársskýrsla fyrirtækisins er opinberuð fyrir almenningi.
Í ár voru eftirfarandi aðilar tilnefndir til Fjörusteinsins 2016: 
1.  Gömlu verbúðirnar; Mörg áhugaverð fyrirtæki í gömlu verbúðunum voru til skoðunnar þetta árið enda ekki að ástæðulausu, þar sem að fyrirtækin skapa einstaklega skemmtilegt andrúmsloft sem rímar vel við starfsemina á hafnarsvæðinu.
2. Special Tours; Fyrirtækið hóf starfsemi sína árið 1996. Síðan þá hefur verið staðið mjög myndarlega að allri uppbyggingu fyrirtækisins og umgengni verið til fyrirmyndar. Fyrirtækið býður upp á blöndu af ferðum í hvalaskoðun, lundaferðir og náttúrulífsferðir. Þar að auki leggur fyrirtækið fram skipakostina, Skúlaskeið og Rósina, fyrir Sjóferð um Sundin sem er samfélagslegt verkefni fyrir 6. bekkinga á Faxaflóahafnarsvæðinu.
3. Hampiðjan; Fyrirtækið er stærst á sínum vettvangi á íslenskum markaði. Þar að auki er Hampiðjan mjög sterk á alþjóðlegum grundvelli og rekur dótturfyrirtæki víðsvegar um heiminn.
Eftir vel ígrundaða umhugsum þar sem umhverfismál voru höfð að leiðarljósi var ákveðið að Fjörusteinninn fyrir árið 2016 myndi fara til Special Tours. Fyrirtækið leggur gríðarlega áherslu á góða umgengni um sitt svæði, stendur vel að þjónustu við ferðafólk og almenning. Þar að auki býður það upp á margvíslega afþreyingu með hafsækinni starfsemi. Það sem heillaði Faxaflóahafnir mest var hversu vel Special Tours starfar eftir umhverfisstefnu sinni, þ.e. hvað varðar eldsneytisnotkun, flokkun sorps og hvað það leggur mikla áherslu á góða umgengni um auðlindir hafsins.
Það var Ásta María Marinósdóttir sölustjóri Special Tours. sem tók við verðlaununum fyrir hönd fyrirtækisins.  Faxaflóahafnir sf. óskar Special Tours innilega til hamingju með
Fjörusteinsverðlaunin árið 2016!IMG_0926
IMG_0927
Verðlaunahafar að Fjörusteininum síðustu árin eru eftirfarandi:
2007  Eimskipafélag Íslands
2008  Nathan og Olsen hf
2009  Egilsson ehf
2010  Jón Ásbjörnsson og Fiskkaup ehf
2011  Lýsi hf
2012  Samskip hf
2013  Elding – hvalaskoðun ehf
2014  HB Grandi hf
2015  Íslenski Sjávarklasinn ehf
2016  Special Tours
Óhætt er að segja að þau fyrirtæki sem hafa hlotið Fjörusteininn hafi verið vel að því komin að hljóta umhverfisverðlaunum Faxaflóahafna sf., og hafa verðlaunin á margan hátt ýtt undir betri umgengni á hafnarsvæðum svo og allt umhverfi og sett sér umhverfisstefnu sem miðar að betri umgengni .

FaxaportsFaxaports linkedin