Nú líður að lokum á umhverfisfrágangi á Norðurgarði við listaverkið Þúfu sem stendur austan við HB- Granda, en verkið er eftir Ólöfu Norðdal listamann og afrakstur samkeppni, sem HB-Grandi efndi til í samvinnu við Samband Íslenskra myndlistarmann og Faxaflóahafnir. Aðalverktaki varðandi jarðvinnu og fleira var ÍAV, verkhönnun var á hendi verkfræðstofunnar VSÓ, umhverfishönnun var á hendi Suðaustanátta landslagsarkitekta (Emil Gunnar Guðmundsson). Þúfan 2014
Formun og hleðsla þúfunnar ásamt grjóthleðsla garðsins var á hendi  Stokka og Steina ehf. (Guðjón Kristinsson, Hallgrímur Kristinsson og Kristín Auður Elíasdóttir).  M.a. var ákveðið í tengslum við framkvæmdina að hækka gamla Norðurgarðinn þannig að hann væri betur sýnilegur og afmarkaði útvistarsvæðið frá hafnarsvæðinu.
Þúfan er mikið verk, 8 metra há, þvermálið 26 metrar og efnismagnið í verkið um 4.500 tonn. Verkið setur mikinn svip á svæðið og er orðið kennileiti við  innsiglinguna í Gömlu höfnina í Reykjavík, þúfan og svæðið í kring er einnig orðið vinsælt útivistarsvæði borgarbúa og einnig erlendra ferðamanna en fjöldi fólks heimsækir þúfuna á hverjum degi.
08-04-2014 007

FaxaportsFaxaports linkedin