Hin árlega sýning Faxaflóahafna fyrir Sjómannadaginn er að þessu sinni helguð sjómönnum landsins og sögu fornbáta.
Sýningingin er tvískipt, annarsvegar er stærri sýningin „ Íslenski Sjómaðurinn” á stórum sýningaspjöldum, átján talsins, staðsettum á Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Hinsvegar er um að ræða minni sýningu sem er í steyptum stöplum einnig á Miðbakka með sýningunni „Fornbátar á Íslandi“. Báðar þessar sýningar eru til heiðurs Íslenska sjómanninum og þeim bátum sem þeir sóttu sjóinn áratugum saman. Sjómennska er og var lifibrauð þjóðarinnar og íslenski sjómaðurinn þar í fararbroddi. Sala á fiski var mikilvægur hlekkur í að skipta við erlenda aðila um nauðsynjar sem ekki fengust innanlands svo sem mjöl og aðrar mikilvægar matvörur. Til þess þurfti sterka báta að sækja á gjöful fiskimið sem gáfu vel að sér og fiskurinn einnig sérstaklega mikilvægur í fæðuöflun þjóðarinnar. Sýningunni er skipt uppí mismunandi tímabil og viðfangsefni tengt sjómennsku á Íslandi og þróun hennar í áranna rás.
Sýningin Fornbátar á Íslandi
Á þessari sýnigu er fornbátum á Íslandi gerð skil. Skilgreiningin á fornbátum er þeir hafa verið byggðir fyrir árið 1950 og eiga það flestir sameiginlega að mögulegt er að skoða þessa fornbáta víðsvegar um landið. Saga þessara báta er ennfremur snar þáttur í Íslandssögunni því að bátar hafa alla tíð verið ómissandi fyrir afkomu og tilveru landsmanna.
Höfundar beggja sýninga eru Helgi Máni Sigurðsson og Guðjón Ingi Hauksson, sagnfræðingar.
Sýningarstjóri var Guðmundur Viðarsson ljósmyndari.