Norska seglskipið Statsraad Lehmkul mun setja myndarlegan svip á hafnarlífið í Gömlu höfninni í Reykjavík næstkomandi maí mánuð. Hið glæsilega seglskip mun liggja við Ægisgarð dagana 5. til 8. Maí, þar verður gestum boðið um borð einn af þessum dögum. Hvetjum við alla áhugamenn um skip til að láta þennan viðburð ekki fram hjá sér fara.
Statsraad Lehmkul er þriggja mastra skip sem byggt var árið 1914 í Bremerhaven-Geestemünde í Þýskalandi og var ætlað að þjóna þjálfun þýskra farmanna í farskipaflota Þýskalands. Árið 1921 keypti norski ráðherrann Kristofer Lehmkuhl skipið af Bretum sem höfðu tekið það yfir í fyrri heimsstyrjöld. Sjóður til minningar um Lehmkuhl er núverandi eigandi skipsins og tilgangur sjóðsins að stuðla að hreinum höfum og að varðaveita þessa merkilegu skipa arfleið.
Áhugasömum gefst tækifæri að kaupa ferð frá Reykjavík til Nice í Frakklandi með seglskipinu í siglingu sem skipulögð er með evrópsku geimvísindastofnunni og NASA.
Nánari upplýsingar um ferðina má nálgast hér: https://lehmkuhl.no/en/turer/reykjavik-nice-one-ocean-ecpedition-2025/