Söluhúsin við Ægisgarð hafa nú hlotið heiðursviðurkenningu; Build Back Better GOLD og eru allir vinningshafar keppninnar tilgreindir hér. Faxaflóahafnir óska Verkís innilega til hamingju með lýsingarverðlaunin. Uppbygging söluhúsanna var liður í því að gera Gömlu höfnina meira aðlaðandi fyrir almenning, veitingastaði, verslanir og aðra þjónustu. Lýsingarhönnunarteymi á vegum Verkís var falið að þróa bæði inni- og útilýsingu fyrir söluhúsin. Áhugasamir geta lesið sig meira til um lýsingarhönnunina hér.
Stutt er síðan Yrki arkitektar hlutu alþjóðlega viðurkenningu artitekúrvefsins A+ 2021 fyrir söluhúsin. Húsin þykja einstaklega vel heppnuð og njóta mikillar athygli vegfarenda. Yrki arkitektar önnuðust hönnun húsanna, verkfræðihönnun var í höndum Hnit og Verkís, aðalverktaki var E. Sigurðsson ehf.

Ljósmynd: Darío Gustavo, Verkís

Ljósmynd: Darío Gustavo, Verkís

Ljósmynd: Darío Gustavo, Verkís