Sjóferð um sundin hefst mánudaginn 19. apríl og mun standa til 7. maí. Sjóferðin hefur verið í boði Faxaflóahafna sf. yfir áratug og geta skólar sótt um í þeim bæjarfélögum sem Faxaflóahafnir sf. reka hafnir. Við skipulagningu á þessari sívinsælu sjóferð hefur fyrirtækið fengið sér til liðs tvo aðila, Fjölskyldu og Húsdýragarðinn og Sérferðir (Special Tours).
Verkefnið fer þannig fram að Fjölskyldu og Húsdýragarðurinn sendir auglýsingar um verkefnið í grunnskóla á Faxaflóahafnasvæðinu og sér um að skrá þátttöku skólanna. Undanfarin ár hafa í kringum 50 bekkir skráð sig í ferðina. Fjölskyldu og Húsdýragarðurinn sér um að útvega leiðbeinendur í sjóferðirnar með nemendum og annast gerð námsgagna. Sérferðir (Special tours) leggur síðan fram skipakosti fyrir ferðina.
Sóttvarnarreglum verður fylgt eftir, þ.e. með tilliti til fjöldatakmarkana, grímuskyldu og almennra sóttvarna sem eiga við.