Nú er öðru ári Sjávarútvegsskóla unga fólksins í Reykjavík lokið. Kennt var í fjórar vikur frá 14. júní til 9. júlí. Kennsla fór fram í húsnæði Brims hf. Norðurgarði 1. Nemendur sem sóttu skólann voru samtals 76 á aldrinum 15-16 ára. Verkefnið var unnið í samstarfi vinnuskóla Reykjavíkur, vinnuskóla Kópavogs, vinnuskóla Seltjarnarness, Sjávarútvegsmiðstöðvar Háskólans á Akureyri og fyrirtækja í sjávarútvegi og eða tengdum greinum.

 

Námið var í formi fyrirlestra, heimsókna í söfn og fiskiskip, leikja og verklegra æfing s.s. skynmats á fiski og tilraunum. Farið var í heimsókn í Sjóminjasafnið og Sjávarklasann og fengnir gestafyrirlesarar frá sjávarútvegsfyrirtækjum og fyrirtækjum tengdum sjávarútvegi.  Kennarar í Reykjavík voru tveir sjávarútvegsfræðingar frá Háskólanum á Akureyri;  þau Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir og Almar Knörr Hjaltason.

 

Styrktaraðilar að verkefninu voru: Brim, Útgerðarfélag Reykjavíkur, Iceland Seafood, Samhentir kassagerð, Marel Iceland, Faxaflóahafnir og Samskip.

 

Nánari upplýsingar um skólann gefur: Guðrún Arndís Jónsdóttir, email: gudruna@unak.is

 

Leyfi fyrir myndbirtingu: Sjávarútvegsskóli unga fólksins

 

FaxaportsFaxaports linkedin