Í dag, 19. september 2017, var undirritaður 10 ára samstarfssamningur milli Faxaflóahafna sf. og Skógræktarinnar.  Ræktaður verður skógur í nafni Faxaflóahafna á eigin jörð Klafastöðum í Hvalfjarðarsveit. Þegar svæðið verður orðið fullplantað þá munu framkvæmdir fram á  landi vera í umsjón Skógræktarinnar á Vesturlandi.
Skógræktin lætur framkvæma öll verk við stofnsetningu skógar, þ.e. gerð ræktunaráætlunar, nauðsynlega friðun lands, nauðsynlega slóðagerð, undirbúning gróðursetningu (jarðvinnslu) plöntukaup, flutning plantna, gróðursetningu áburðargjöf, íbætur og eftirlit/úttektir.  Skógræktin  mun síðan skila árlega til Faxaflóahafna sf. skýrslu þar sem fram kemur framvinda gróðursetningar og áætluð kolefnisbinding.  Áætlað er að planta í kringum 1-3 hektara ár hvert til að kolefnisjafna útblástur frá eigin starfsemi.
Hér að neðan eru tvær myndir sem teknar voru við undirritun samnings:

FaxaportsFaxaports linkedin