Nýlega var skrifað undir samning við Stafsmannafélag Norðuráls á Grundartanga um að Faxaflóahafnir láti félaginu í té landspildu til skógræktar. Spildan er milli núverandi skógræktar norðan við Launaflsvirki Landnets og Eiðisvatns. Þarna stefnir Starfsmannafélagið að þvi að útbúa notalegan lund sem fellur vel að núverandi skógræktaráformum Faxaflóahafna.
Í fyrra haust var byrjað á að planta í svæði ofan við þjóðveg 1, vestast, samkvæmt samningi við Skógræktina. Við stefnum að því að geta kolefnisjafnað á móti því eldsneyti sem við brennum hjá fyrirtækinu með skógrækt í framtíðinni og þetta er liður í því. Núverandi skógrækt á Grundartanga í okkar landi hjálpar okkur í þessu efni og svo eru sóknarfæri í að fylla í skurði og endurheimta votlendi, en þar höfum við líka gert heilmikið nú þegar með því að endurheimta Katanestjörnina.