Nýlega var skrifað undir samning við Stafsmannafélag Norðuráls á Grundartanga um að Faxaflóahafnir láti félaginu í té landspildu til skógræktar. Spildan er milli núverandi skógræktar norðan við Launaflsvirki Landnets og Eiðisvatns. Þarna stefnir Starfsmannafélagið að þvi að útbúa notalegan lund sem fellur vel að núverandi skógræktaráformum Faxaflóahafna.

Í fyrra haust var byrjað á að planta í svæði ofan við þjóðveg 1, vestast, samkvæmt samningi við Skógræktina. Við stefnum að því að geta kolefnisjafnað á móti því eldsneyti sem við brennum hjá fyrirtækinu með skógrækt í framtíðinni og þetta er liður í því. Núverandi skógrækt á Grundartanga í okkar landi hjálpar okkur í þessu efni og svo eru sóknarfæri í að fylla í skurði og endurheimta votlendi, en þar höfum við líka gert heilmikið nú þegar með því að endurheimta Katanestjörnina.


Myndin er tekin að aflokinni undirskrift. Með Guðmundi Eiríkssyni forstöðumanni tæknideildar Faxaflóahafna eru starfsmenn Norðuráls: Guðjón Viðar Guðjónsson, Sigrún Helgadóttir og Margrét Lilja Gunnarsdóttir
FaxaportsFaxaports linkedin