Íslenska

Út er komin ný reglugerð um för yfir landamæri. Eftrfarandi er úr tilkynningu ráðuneytisins en tilkynninguna er að finna á https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/03/20/Reglugerd-um-lokun-fyrir-ferdamenn-utan-Schengen/

Reglugerðina sjálfa má finna hér:
https://www.stjornartidindi.is/Advert.aspx?RecordID=9cb48a0f-0d4d-4984-a13c-b2602bb4e6b0

Með reglugerðinni verður útlendingum, sem hvorki eru EES- né EFTA-borgarar, óheimilt að koma til landsins nema þeir geti sýnt fram á að för þeirra sé vegna brýnna erinda.

Ríkisborgarar Schengen svæðisins og aðstandendur þeirra munu áfram geta komið óhindrað inn á svæðið og er sérstaklega kveðið á um að útlendingar sem hafa dvalar- eða búseturétt innan svæðisins eigi einnig rétt á að koma. Þá eru ákveðnar starfsstéttir undanþegnar takmörkunum, þ. á m. starfsfólk á sviði heilbrigðisþjónustu og þeir sem sinna farmflutningum.

Reglugerðin er sett í kjölfar þess að þann 17. mars samþykkti leiðtogaráð Evrópusambandsins tilmæli til allra aðildarríkja sambandsins og annarra ríkja Schengen samstarfsins um að draga tímabundið úr ferðum fólks inn á Schengen svæðið í því skyni að hægja á útbreiðslu kórónaveirunnar. Tilmælin, sem gilda í 30 daga, kveða á um að takmarka skuli komur þriðju ríkisborgara inn á svæðið við nauðsynlegar erindagjörðir.

Tilmælin eru gefin út í kjölfar þess að mörg aðildarríki Evrópusambandsins hafa að undanförnu tekið upp tímabundið landamæraeftirlit, bæði á ytri landamærum þess og á innri landamærunum, þ.e. innan Schengen svæðisins. Megintilgangur þessara takmarkana er að draga úr útbreiðslu COVID-19 veirunnar, en með því að takmarka ferðir inn á Schengen svæðið, þ.e. á ytri landamærum þess, er jafnframt stuðlað að því að viðkomandi ríki opni sem fyrst að nýju innri landamæri þess og stuðli þannig að áframhaldandi frjálsri för fólks, vöru og þjónustu innan svæðisins.

Áhrif þessa næstu vikurnar verða væntanlega takmörkuð, enda er komum ferðamanna hingað til lands nú þegar að langmestu leyti sjálfhætt vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Áréttað skal að tilmælin snúa að framkvæmd á landamæraeftirliti en hafa ekki bein áhrif á heimildir flugfélaga til að fljúga til landsins eða á heimildir til vöruflutningi með flugfrakt.

____________________________________

Enska

Iceland has implemented the travel restrictions imposed for the Schengen Area and the European Union. As of 20 March 2020, foreign nationals – except EU/EEA, EFTA or UK nationals – are not allowed to enter Iceland. This advice is valid until 17 April 2020.

All foreign nationals with immigration status in Iceland or another Schengen State, or those who have family members in the same countries, are allowed to enter Iceland.

Furthermore, the travel restrictions do not apply to essential travel, including passengers in transit; health and care workers on professional travel; transportation crews (airlines and freighters); individual requiring international protection; individuals travelling because of acute family incidents and diplomats, international organizations staff, members of armed forces travelling to Iceland for duty, or humanitarian aid workers. Normal travel requirements apply.

As of 19 March 2020 all residents in Iceland (regardless of nationality) who enter the country are obligated to self-isolate for 14 days, regardless of where they come from. This also applies to Icelanders living abroad who are coming to Iceland. Transportation crews (airlines and freighters) are exempt. Tourists are exempt from quarantine.

For continuous updates please consult www.government.is, www.utn.is/ferdarad (in Icelandic) or the Emergency Consular Services Hotline of the Ministry for Foreign Affairs of Iceland, tel. +354 545 0112 and email: help@mfa.is

See https://www.government.is/news/article/2020/03/20/Iceland-implements-Schengen-and-EU-travel-restrictions-/

FaxaportsFaxaports linkedin