Stjórn Faxaflóahafna sf. hefur samþykkt samhljóða að ráða Magnús Þór Ásmundsson í starf hafnarstjóra og tekur hann við starfinu frá og með 5. ágúst n.k.
Magnús Þór er rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands og lauk meistaragráðu í faginu frá DTU í Danmörku árið 1990.
Magnús starfaði frá árinu 1990 til 2009 hjá Marel, en þar var hann framkvæmdastjóri framleiðslu, fyrst á Íslandi og síðar með ábyrgð á framleiðslueiningum Marel í Evrópu. Árið 2009 hóf Magnús Þór störf hjá Fjarðaráli fyrst sem framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar, en síðar sem forstjóri. Hjá Fjarðaáli var Magnús ábyrgur fyrir allri starfsemi félagsins á Íslandi, þ.m.t. innleiðingu á öryggisstefnu, og samvinnu við opinbera aðila. Þar átti hann m.a. samstarf við sveitarstjórn Fjarðabyggðar varðandi hafnamál og umhverfismál.
Á árum sínum bæði hjá Marel og Fjarðaráli hefur Magnús Þór öðlast mikla reynslu af stjórnun og rekstri þ.m.t. breytingastjórnun stjórnun viðamikilla verkefna og áætlanagerð.
Af hálfu Faxaflóahafna sf. er Magnús Þor boðinn velkominn til starfa.
Kristín Soffía Jónsdóttir
formaður stjórnar Faxaflóahafna sf.