Nýtt varðskip Landhelgisgæslu Íslands, Freyja, kemur til Reykjavíkurhafnar í dag. Með þessari viðbót á Landhelgisgæslan nú orðið tvö öflug varðskip sem eru sér útbúin til að sinna löggæslu, leit og björgun á krefjandi hafsvæðum umhverfis Ísland. Dráttargeta Freyju er tæplega tvöfalt meiri en dráttargeta varðskipsins Þórs eða rúm 200 tonn. Færanlegir kranar eru á afturþilfari skipsins sem gera björgunarstörf og aðra vinnu áhafnarinnar auðveldari. Freyja er vel búin dráttarspilum þannig að hægt sé að taka stór og öflug skip í tog. Áætlað er að Freyja liggi í Reykjavíkurhöfn næstu daga.
Faxaflóahafnir óska Landhelgisgæslunni innilega til hamingju með Freyju !