Á undanförnum árum hefur bygging á nýjum hafnarbakka utan Klepps verið helsta nýbyggingarframkvæmd Faxaflóahafna sf. Bygging bakkans hefur staðið yfir frá árinu 2013 og reiknað er með að framkvæmdum ljúki síðari hluta árs 2019 og þá hefst nýting hans. Þessum nýja hafnarbakka er ætlað að verða megin vöru- og gámaflutningabakki fyrir farmstöð Eimskip í Vatnagörðum og taka við hlutverki Kleppsbakka með stækkandi skipum í gámaflutningum. Hafnarbakkinn er 70 m lenging á núverandi Kleppsbakka og 400 m nýr hafnarbakki utan lands við Klepp.
Nokkrar hugmyndir að nafnagift komu upp fyrir hinn nýja hafnarbakka. Hugmyndirnar þurftu að hafa landfræðilegar og sögulegar tengingar við svæðið:
Sundabakki, Kleppsbakki, Viðeyjarsundsbakki, Vatnagarðabakki, Kleppsskaftsbakki, Sundahafnarbakki, Hrafnsklettabakki, Laugarholtsbakki, Kleppsvíkurbakki, Kleppsmýrarbakki, Kleppsborgarbakki.
Þórsnesbakki, Viðeyjarbakki, Sundbakki, Eyjarbakki, Austureyjarbakki, Heimeyjarbakki, Kríusandsbakki.
Nafnið sem þótti hæfa þessum hafnarbakka best er Sundabakki. Nafnið á bakkanum kemur úr Vatnagörðum, hefur skýra skírskotun til Viðeyjarsunds, Sundahafnar og farmstöðvar Eimskip.
Núverandi hafnarbakki í Vatnagörðum sem hefur nafnið Sundabakki leggst af þegar að farið verður að fylla í Vatnagarða og er næsti megin hafnargerðaráfangi í þróun Sundahafnar. Á meðan að bakkinn er notaður næstu ár fengi hann nýtt nafn, Vatnagarðabakki.
Sjá nánar um málið hér.