Þáttaröðin Hafnir Íslands hefur göngu sína í kvöld kl.21.30 í umsjón Lindu Blöndal.
Í fyrsta þætti af alls átta þáttum, verður gömlu höfninni í Reykjavík gerð skil auk þess sem megineinkenni hafnanna á Akranesi og í Borgarnesi eru skoðuð sem hluti af Faxaflóahöfnum.
Hafnir eru undirstaða atvinnulífs Íslands og svo hefur verið í yfir 100 ár. Hafnir hafa verið lífæðir hvers bæjar um allt land og vegna þeirra hefur byggð geta þrifist. Hver og ein höfn hefur sitt andlit og fer Linda Blöndal ásamt Friðþjófi Helgasyni víða um hafnir landsins og skoðar sögu þeirra og helstu hlutverk.
Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur sem skrifaði nýlega sögu hafnanna og formaður stjórnar Faxaflóahafna, Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi koma fram í þættinum.

FaxaportsFaxaports linkedin