20140612_164038Vegagerðin, sem fer með leiðsögumerki á sjó, hefur síðustu daga staðið í því að skipta út gömlum baujum í Hvalfirði og utan Akraness.  Skipt hefur verið um baujur við Hnausasker, Brekkuboða og Bauju 11, sem liggur framan við Skagatá.
Gömlu baujurnar eru komnar til ára sinna og líkast til er a.m.k.  Bauja 11 frá því á stríðsárunum. Það var því sjálfsagt að verða við ósk Hilmars Sigvaldasonar, „yfirvitavarðar“ á Akranesi og fá góðfúslegt samþykki Vegagerðarinnar fyrir því að taka Bauju 11 á land á Akranesi og koma henni fyrir á hentugum stað – hafnaáhugafólki til yndisauka.
Hilmar hefur um nokkurra ára skeið verið sérstakur áhugamaður um vitana á Breiðinni á Akranesi og með gríðarlegri seiglu og natni náð að verkja athygli á vitunum langt út fyrir strendur Akraness og Íslands og fengið í vitana þúsundir manna.
Í stærrri vitanum á Breiðinni hefur hann m.a. haldið myndlistasýningar og ekki síður tónleika með þátttöku listafólks – en í Akranesvita er einstakur hljómburður. Óhætt að mæla með heimsókn þangað. Bauja 11 mun því vel geymd á þessu strandmenningarsvæði á Skaganum.
Gömlu baujurnar eru miklir hlúnkar, eða um 3 tonn (6 tonn með „hanafætinum“), en þær nýju mun nettari og aðeins um 400 kg. auk þess sem endurskinið er betra. Á nýju bajunum er díóðuljós og radarspegill sem endast í þrjú ár.  Baujur
BAuja11

FaxaportsFaxaports linkedin