Á vordögum samþykkti hafnarsjtórn að láta vinna skýrslu um losun og lestun skipa. Ráðgjafafyrirtækið Ernst & Young var fengið til verkefnisins og nú liggur skýrsla þess fyrir og nefnist „Skoðun á hafnarþjónustu sem tengist losun og lestun skipa í Sundahöfn“.
Hafnarstjórn fékk kynningu á skýrslunni á fundi stjórnar þann 8. nóvember s.l. Skýrslan dregur saman ýmsar upplýsingar um hvernig losun og lestun skipa er háttað erlendis, hver staðan er hérlendis og bendir á ýmsar leiðir varðandi mögulegt fyrirkomulag. Skýrsluna má nálgast HÉR