Flutningaskipið Tukuma Arctica er stærsta gámaskip sem hefur siglingaráætlun til Íslands. Það er 180 m. á lengd x 31 m. á breidd, 26.046 BT. Skipið hefur viðlegu í Sundahöfn, Reyjavík. Tukuma Arctica er sérstaklega hannað fyrir aðstæður í Norður Atlantshafi og uppfyllir skilyrði um siglingar á Polar code svæðum. Skipið er með vikulegar siglingar milli Grænlands, Íslands, Færeyja og Skandinavíu. Um samstarfsverkefni er að ræða milli Eimskip og Royal Artic Line.

 

FaxaportsFaxaports linkedin