Klukkan 22:00 í gærkvöldi kom uppsjávarveiðiskipið, Venus NS 150, til Akraness. Um borð í skipinu voru 2.100 tonn af loðnu sem fer í hrognatöku. Í morgun voru kominn 500 tonn inn í verksmiðju og er því reiknað með að skipið verði við losun til fyrramáls.
Venus NS 150 er í eigu HB Granda og var smíðað í Tyrklandi árið 2015. Lengd skipsins er 81 m., breidd 17 m. og djúprista 8,5 m. Skipið er 3.672 brúttótonn.