Um helgina var Hátíð hafsins haldin í 18. sinn. Hátíðarsvæðið náði frá Hörpu, gegnum Gömlu höfnina, Grandagarð og að HB Granda. Faxaflóahafnir og Sjómannadagsráð stóðu sameiginlega að framkvæmd Hátíðar hafsins 2016 og hafa frá upphafi verið meginstoðir hátíðarinnar. Veðrið lék við landsmenn þetta árið enda flykktist fólk á svæðið og tók virkan þátt í því sem þar var í boði.
Í ár voru eftirfarandi sjómenn heiðraðir:
Ásgeir Guðnason, vélstjóri
Brynjólfur Gunnar Halldórsson, skipstjóri
Haukur Sævar Harðarsson, sjómaður
Steinar Magnússon, skipstjóri
Valdimar Tryggvason, loftskeytamaður.
Sigrún Magnúsdóttir, Umhverfis- og auðlindaráðherra veitti hvatningaverðlaun til sjómanns fyrir góða umgengni um hafið. Sá sem hlaut þau var Þorvaldur Gunnlaugsson, sjómaður. Þar að auki fékk Guðjón Kolbeinsson verðlaunin Neistann frá félagi vélstjóra- og málmtæknimanna fyrir góða umgengni og öryggi í vélarrúmi.
Ávörp fluttu:
Gunnar Bragi Sveinsson, Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Sjóminjasafnsins í Reykjavík-Borgarsögusafns Reykjavíkur