Nú liggja fyrir tölur um landaðann afla hjá Faxaflóahöfnum sf. fyrir árið 2021 og var heildarafli ársins 92.139 tonn. Ef við berum það saman við árið 2020, þá er um 36% aukningu að ræða milli ára eða um 24.605 tonn.
Landaður afli skiptist á eftirfarandi hátt á milli Akranes og Reykjavíkur:
- Á árinu 2021 var landaður afli á Akranesi 9.135 tonn og er aukning um 7.471 tonn milli ára, þ.e. yfir fimmföldun á löndunarmagni. Ástæðan fyrir þessari miklu aukningu á milli ára er löndun á uppsjávarfiski og öðrum fisktegundum. Lítið sem ekkert hefur veiðst af uppsjávarfiski á þessum slóðum síðustu tvö árin, þangað til nú. Löndun á botnfisk dróst hins vegar saman um 34%. Ekkert erlent skip landaði sjávarafla á Akranesi þetta árið.
- Á árinu 2021 var landaður afli í Reykjavík 83.004 tonn og er það aukning um 17.134 tonn milli ára. Líkt og á Akranesi, þá var mest aukning á löndun uppsjávarfisk (þreföldun), aukning á löndun botnfisks var 21% og aðrar tegundir (28%). Talsvert dró úr löndun sjávarafla hjá erlendum skipum þetta árið í Reykjavík.
Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um algengustu fisktegundir sem veiðast við Íslandsstrendur
- Uppsjávarfiskur; Loðna, síld, makríll og kolmunni.
- Botnfiskur; Ýsa, þorskur, ufsi, djúpkarfi, gullkarfi, grálúða, grásleppa, steinbítur, langa, hlýri, keila o.fl.
Á vef Fiskistofu er hægt að sjá landaðann afla eftir höfnum. Smellið hér til að sjá bráðabirgðatölur Fiskistofu. Upplýsingar sem birtast hér fyrir neðan eru birtar á vefnum þeirra 13. janúar 2022 (gætu tekið breytingum á næstu dögum). Ath. inn í þessar tölur vantar afla frá erlendum skipum.
Röðin á heildarafla á landsvísu
Röðun eftir afla í bolfiski
Röðun eftir afla í uppsjávarfiski