Dauða hrefnu rak á land í Heimaskagavör (Steinsvör) á Akranesi í morgun. Dýrið er innan umráðasvæðis Akraneshafnar og er um að ræða fullvaxið dýr, 8-10 metra langt. Umhverfisstofnun hefur verið gert viðvart en ekki má hreyfa við dýrinu fyrr en starfsmenn Hafrannsóknastofnunar hafa tekið sýni og mælt það. Lögreglan og Heilbrigðiseftirlit Vesturlands bendir fólki á að fara ekki of nærri dýrinu vegna mögulegrar bakteríusýkingar. Kviður hræsins er útþaninn og gæti einfaldlega sprungið. Lögregla mun innan tíðar girða svæðið af með borða til að fólk fari ekki of nærri.
Hvalreki á Akranesi
15. september, 2021 | Forsíðu fréttir