Undanfarin ár hafa Faxaflóahafnir sett upp veglega ljósmyndasýningu, ásamt þeim Guðjóni Inga Haukssyni, sagnfræðingi og Guðmundi Viðarssyni, á steyptum stöplum við Miðbakka. Ljósmyndasýningin hefur vakið mikla lukku meðal almennings og er orðin árlegur viðburður. Sýningin opnar rétt fyrir Hátíð hafsins og stendur fram að hausti.
Ljósmyndasýningin í ár ber heitið, Sjóslys við Ísland 1870-2009.  Sýningin er með smá breyttu sniði frá því í fyrra.  Nú hafa fleiri myndir verið settar inná kortin til frekari glöggvunar á einstökum sjóslysum og fær því áhorfandinn góða yfirsýn um þróun sjóslysa hér við land. Myndefnið er afar fróðlegt og snertir bæði íslendinga sem og erlenda gesti okkar.
Nánar eru hægt að lesa um efnið á heimasíðu sýningarinnar.
 
 
 
 
image~0457012

FaxaportsFaxaports linkedin