Undanfarin ár hafa Faxaflóahafnir sf. sett upp veglega ljósmyndasýningu á steyptum stöplum við Miðbakka. Ljósmyndasýningin í ár ber heitið, Reykjavíkurhöfn 100 ára, þar sem að 100 ár eru liðin frá því að Gamla höfnin í Reykjavík var formlega tekin í notkun. Sýningin hefur vakið mikla lukku meðal almennings og er orðin árlegur viðburður. Ljósmyndasýningin opnar rétt fyrir Hátíð hafsins og stendur fram að hausti. Höfundar sýningarinnar eru þeir Guðjóni Ingi Hauksson og Guðmund Viðarsson, en þeir hafa séð um ljósmyndasýninguna fyrir Faxaflóahafnir sf. undanfarin ár. Þar að auki fékk fyrirtækið Guðjón Friðriksson höfund bókarinnar, Hér heilsast skipin, til að aðstoða við að gera myndasýninguna sem veglegasta.
Við hjá Faxaflóahöfnum sf. hvetjum alla sem eiga leið framhjá höfninni í Reykjavík að skoða þessa stórfenglegu sýningu.