Í gær, 30. apríl, var  nýtt lista­verk Sig­urðar Guðmunds­son­ar, Heim­ar í heimi, afhjúpað við Vesturbugtina í Gömlu höfnini. Verkið er gjöf CCP til Reykja­vík­ur­borg­ar. Borg­ar­stjórinn í Reykja­vík, Jón Gnarr, veitti verk­inu viðtöku fyr­ir hönd borg­ar­inn­ar. Viðstadd­ir af­hjúp­un­ina voru jafn­framt Sig­urður, listamaður verks­ins, Hilm­ar Veig­ar Péurs­son, fram­kvæmda­stjóri CCP.Copy of IMG_4491
Heim­ar í heimi (e: World Wit­hin Worlds) er virðing­ar­vott­ur til þeirra millj­óna manna um alla heims­byggðina sem tekið hafa þátt í þróun og upp­bygg­ingu EVE heims­ins, allt frá sköp­un hans fyr­ir um ára­tug, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.
Heim­ar í heimi verður staðsett á hafn­arkant­in­um við Rast­ar­götu í Vest­ur­bugt. Þar mun verkið standa að minnsta kosti til 1. maí 2016 þegar ákvörðun verður tekið með end­an­lega staðsetn­ingu þess. Verkið er unnið í Kína í granít, stál, steypu og ál og verður fimm metra hátt. Nöfn hundruða þúsunda spil­ara EVE On­line eru rituð í ál­plöt­ur sem þekja grunn verks­ins.
Auk fjölda manns mættu þessir tveir menningarmenn við athöfnina.
GGJÞCopy of IMG_4488

FaxaportsFaxaports linkedin