Í gær, 30. apríl, var nýtt listaverk Sigurðar Guðmundssonar, Heimar í heimi, afhjúpað við Vesturbugtina í Gömlu höfnini. Verkið er gjöf CCP til Reykjavíkurborgar. Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, veitti verkinu viðtöku fyrir hönd borgarinnar. Viðstaddir afhjúpunina voru jafnframt Sigurður, listamaður verksins, Hilmar Veigar Péursson, framkvæmdastjóri CCP.
Heimar í heimi (e: World Within Worlds) er virðingarvottur til þeirra milljóna manna um alla heimsbyggðina sem tekið hafa þátt í þróun og uppbyggingu EVE heimsins, allt frá sköpun hans fyrir um áratug, að því er segir í tilkynningu.
Heimar í heimi verður staðsett á hafnarkantinum við Rastargötu í Vesturbugt. Þar mun verkið standa að minnsta kosti til 1. maí 2016 þegar ákvörðun verður tekið með endanlega staðsetningu þess. Verkið er unnið í Kína í granít, stál, steypu og ál og verður fimm metra hátt. Nöfn hundruða þúsunda spilara EVE Online eru rituð í álplötur sem þekja grunn verksins.
Auk fjölda manns mættu þessir tveir menningarmenn við athöfnina.