Faxaflóahafnir eru með vottað stjórnunarkerfi í samræmi við staðlana ISO 14001, ISO 45001, ÍST 85. Vottanirnar eru viðurkenning á heildstæðri heilsu-, öryggis-, umhverfis- og jafnlaunastefnu fyrirtækisins.
Faxaflóahafnir fylgja viðeigandi lögum, reglugerðum og reglum. Fyrirtækið skuldbindur sig til að starfa eftir bestu stöðlum fagmennsku og siðferðis í sinni starfsemi. Fyrirtækið gerir kröfu um slíkt hið sama frá samstarfsaðilum, viðskiptavinum, umboðsmönnum, verktökum og birgjum. Góður árangur krefst sameiginlegs átaks og því leggja Faxaflóahafnir ríka áherslu á það að verktakar og aðrir sem vinna fyrir fyrirtækið leggi sitt að mörkum.
Frá og með 1. desember 2019, þurfa aðilar sem vinna fyrir hönd Faxaflóahafna að undirgangast neðangreint skjal til að sýna fram á að þeir vinni ávallt af heilindum í starfsemi sinni. Skjalið er einnig að finna á heimasíðu fyrirtækisins undir öryggis- og umhverfisreglur.
Vinsamlegast smellið á mynd hér að neðan til að fá aðgang að skjalinu.