undirskrift_11Í febrúarmánuði, undirrituðu Faxaflóahafnir sf., og Sjómannadagsráð samning við Saga Film ehf. um undirbúning og framkvæmd Hátíðar hafsins sem haldin er árlega á Grandanum í Reykjavíkurhöfn. Samningurinn kveður á um að Saga Film ehf. annist dagskrárgerð, kynningar og auglýsingar ásamt utanumhaldi sem tengist framkvæmd hátíðarinnar. Dagmar Haraldsdóttir, nýráðin framkvæmdastjóri viðburðardeildar Saga Film ehf., kemur til með að stjórna verkum og búa til dagskrá.
Hátíð hafsins varð til þegar Sjómannadagur og Hafnardagar voru sameinaðir í eina hátíð fyrir 15 árum. Hátíðin fellur alltaf á fyrstu helgi júnímánuðar en Sjómannadagurinn er samkvæmt lögum fyrsta sunnudag í júní ár hvert. Að þessu sinni verður hátíðin á 31. maí og 1. júní og fer hún fram í og við Sjóminjasafnið á Grandanum.

FaxaportsFaxaports linkedin