IMG_0510Hafnarstjórar frá Álaborg, Þórshöfn í Færeyjum og Risavik (Stavanger) í Noregi heimsóttu Faxaflóahafnir í vikunni til að ræða um hin ýmsu mál sem varða rekstur hafna. Efnahagslegt hrun 2008 hafði áhrif á reksturinn og þá sérstaklega vegna þess að magn flutninga minnkaði og þar með hafa tekjur hafna dregist saman.

Á fundinum í Reykjavík var sérstaklega farið yfir þróun flutninga á Norður Atlantshafinu og spáð í framtíðarhorfur. Hafnarstjórarnir voru sammála um að til lengri tíma litið væru horfurnar nokkuð bjartar þegar horft er til hinna miklu verðmæta á svæðinu, svo sem fiskveiða, vinnslu olíu, náma og ferðaþjónustu.

Menn voru sammála um að ýmis tækifæri væru í spilunum og þá ekki síst með aukinni samvinnu og þannig mætti ná niður kostnaði. Nauðsynlegt að horfa á Norður Atlantshafið sem eina heild var sameiginleg niðurstaða og einnig að auka samvinnu og samskipti til að ná betri árangri í rekstri.

FaxaportsFaxaports linkedin