Gunnar Tryggvason, rafmagnsverkfræðingur hefur verið ráðinn í starf aðstoðarhafnarstjóra Faxaflóahafna. Hann hefur störf 1. september n.k. Alls bárust 16 umsóknir um starfið.
Gunnar er fæddur árið 1969, en hann er rafmagnsverkfræðingur. Gunnar hefur þekkingu og reynslu á rekstri, stjórnun, fjármálum og verkfræði. Frá 2008 hefur Gunnar starfað sem fjármálastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Allrahanda Gray Line ehf. Þá starfaði hann hjá KPMG þar sem hann sérhæfði sig m.a. á sviði orku- og iðnaðarmála.