Í dag, mánudaginn 6. júní 2016, sigldi glæný snekkja, Cloudbreak, til Reykjavíkur. Snekkjan er staðsett á Miðbakkka. Cloudbreak er smíðað af Abeking & Rasmussen og er 72.50 m. að lengd, 12.40 m. breidd og með djúpristu upp á 3.45 m. Um borð í snekkjunni eru 6 svítur og gisting fyrir 12 manns, fyrir utan áhöfn. Snekkjan státar af veglegum þyrlupalli, þar sem farþegar geta farið í útsýnisferðir með þyrlu í kringum þau svæði eða lönd sem þau eru stödd við hverju sinni.
Cloudbreak er nú í hringferð í kringum heiminn. Snekkjan byrjaði för sína í Bremen, Þýskalandi og fór yfir til Kristiansand, Noregi. Frá Noregi sigldi hún yfir Norður Atlantshafið og kom til Reykjavíkur í morgun, líkt og áður hefur verið nefnt. Cloudbreak mun hafa nokkra daga viðkomu á Íslandi, þar sem farþegar og áhöfn ætla að njóta þess sem landið hefur upp á að bjóða.