Á annan í páskum, 22.04.2019, kom flutningarskipið Peak Breskens til Reykjavíkur og lagðist upp að hinum nýja Kleppsbakka. Framkvæmdir að bakkanum hafa staðið frá því árið 2016 og mun hann verða 400 m að lengd en þar að auki var gerð 70 m. framlenging á núverandi Kleppsbakka. Viðlegukanntur bakkans mun vera -13,5 m og eru áætluð verklok haustið 2019. Flutningaskipið, Peak Breskens,  var byggt árið 2011 og er 89.95 m. að lengd, 14.1 m að breidd og 2.978 brúttótonn. Peak Bresken siglir undir hollenskum fána og er heimahöfn skipsins í Harlingen. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá komu skipsins til Reykjavíkur.

Ljósmynd : Anna Kristjánsdóttir

Ljósmynd: Anna Kristjánsdóttir

 

FaxaportsFaxaports linkedin