Á dögunum voru fjórir starfsmenn kvaddir eftir samanlagt 90 ár í starfi hjá Faxaflóahöfnum sf. Allir þessir aðilar hættu vegna aldurs. Fyrirtækið ákvað að bjóða þessum fyrrverandi starfsmönnum á jólagleði fyrirtækisins þar sem þeim var afhentur þakklætisvottur fyrir vel unnin störf og óskað velfarnaðar í komandi framtíð.
Við þökkum þessum flottu mönnum fyrir farsælt samstarf í gegnum tíðina:
- Erlingur Þorsteinsson, húsasmiður. Erlingur hafði starfað fyrir rekstardeild Faxaflóahafna sf. í 19 ár.
- Hjalti Arnarson, hafnarvörður. Hjalti hafði starfað fyrir hafnarþjónustu Faxaflóahafna sf. í 17 ár.
- Jón Hilmar Davíðsson, hafnarvörður. Jón Hilmar hafði starfað fyrir hafnarþjónustu Faxaflóahafna sf. í 18 ár.
- Ragnar Arnbjörnsson, vélvirki. Ragnar hafði starfað fyrir rekstardeild Faxaflóahafna sf. í 36 ár.
Frá vinstri: Gísli Gíslason (hafnarstjóri), Hjalti Arnarson, Jón Hilmar Davíðsson, Ragnar Arnbjörnsson og Erlingur Þorsteinsson.