Friðrik Þór Hjálmarsson hefur verið ráðinn í stöðu sviðsstjóra viðskiptasviðs Faxaflóahafna og tekur við stöðunni af Jóni Garðari Jörundssyni.
Friðrik Þór hefur undanfarin ár starfað hjá Faxaflóahöfnum en hann var ráðinn sem verkefnastjóri á upplýsingatæknideild árið 2021 og tók við sem deildarstjóri þar árið 2023. Friðrik hefur aflað sér góðrar þekkingar á fjármálum og hefur komið að öllum viðameiri verkefnum Faxaflóahafna tengd upplýsingatækni, fjármálum og viðskiptaþróun. Friðrik Þór er með BSc gráðu í Tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.
„Ég er þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt og hlakka til að vinna áfram að því að styrkja Faxaflóahafnir sem leiðandi höfn í Norður-Atlantshafi. Með áframhaldandi áherslu á skilvirkni, sjálfbærni og með ábyrgum rekstri munum við styðja betur við viðskiptavini okkar og samfélagið í kringum okkur, samhliða uppbyggingu framtíðar innviða til hagsbóta fyrir atvinnulíf og samfélagið“, segir Friðrik Þór Hjálmarsson.