Í gær, miðvikdaginn 15. júní 2016, var gengið frá verksamningi við Ístak hf um byggingu nýs hafnarbakka utan Klepps. Ístak átti lægsta tilboð í bakkagerðina við opnun tilboða þann 28. apríl. Verktími er áætlaður árin 2016 – 2019 og verður helsta framkvæmdaverk hafnar á þessum tíma. Hinn nýji bakki tekur við hlutverki núverandi Kleppsbakka, sem megin vöruflutningabakki fyrir farmstöðvar Eimskip og er miðaður við stærri og djúpristari gámaflutningaskip en hingað sigla í dag. Það má því segja að verkefnið sem slíkt sé mjög stórt hafnargerðarverk og alls fara um 4.900 tonn af stáli til bakkagerðar, stálþil, stög og staura undir sporbita. Tilboð í stálkaupin voru opnuð í desember sl. og efnisafhendin er í tveimur skipsförmum. Fyrra skip er komið og hluti efnis nú þegar verið verið afhentur og er síðara skipið væntanlegt í lok þessa mánaðar. Allt er því til reiðu og hægt er að hefja framkvæmdir fljótlega. Til byggingar bakka og niðurrekstrar á stáþili þarf ýmsan sérhæfðan búnað, tæki og tól sem ekki eru til hér á landi og þarf að sækja út fyrir landsteinana. Það sem gerir þessa bakkagerð sérstaka er það að suma verkhluta er verið að vinna í fyrst sinn hér á landi, þar má telja rekstur á samsettu stálþili, rekstur stálbita undir sporbita og endarekstur þeirra í klöpp. Síðan þarf að fergja alla verkáfanga bakkagerðar sem tekur langan tíma og stýrir að vissu marki framgangi framkvæmda og verktíma.
Þess má geta í samhengi við þessar frétt hér að ofan, þá birtist grein í síðasta mánuði í tímaritinu World Maritine News , þar sem að Eimskip og Royal Arctive Line í Grænlandi tilkynntu að þau hefðu gert með sér samstarfsyfirlýsingu. Með þeirri yfirlýsingu ætla Eimskip og Roal Arctic Line að tengja saman siglingarleiðir Eimskip og Grænlands fyrir stærri flutningarskip. Í yfirlýsingunni hafa þessi tvö fyrirtæki sett fram tillögu að fjárfestingu á þremur flutningarskipum að stærð 2,000 TEU. Skipin verða sérstaklega byggð fyrir þau verðurskilyrði sem eru á Norður Atlantshafi og við Norðurbaug, þau eru umhverfisvænni og uppfylla skilyrði sem sett eru af Polar Code. Ef allt gengur eftir og samninginar nánst, þá hafa fyrirtækin gert áætlun um það að skipin verði smíðuð á næstu tveim til þremur árum og gætu þá verið að koma í notkun á svipuðum tíma og byggingu bakkans er að ljúka.
Myndin sýnir frá undirritun verksamnings um byggingu bakkans.