Framkvæmdir á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf. ganga vel. Á Grundartanga er unnið að lengingu Tangabakka um 120 metra og undirbýr verktakinn nú að hefja niðurrekstur á stálþili. Áætluð verklok þar eru undir lok árs.20140506_171401 Þá eru framkvæmdir við lagnir, yfirborð og umhverfisfrágang við Korngarða og Skarfabakka langt komnar og hyllir þar undir verklok.
Að hausti er svo ráðgert að Hagar hefji framkvæmdir við byggingu kæligeymslu á lóð við Korngarða, sem verður talsvert verkefni. Í næsta nágrenni er verið að vinna að lagningu slitlags á bílastæði við þjónustumiðstöð, en sú aðgerð mun bæta enn aðstöðu vegna komu skemmtiferðaskipa.
20140527_120354
Á Akranesi er dýpkunarverkefni í hafnarkjafti Akraneshafnar langt komið en tilgangur þess verkefnis er m.a. að auka kyrrð í höfninni. Þá er nýlokið við að leggja út nýja flotbryggju við enda Ingólfsgarðs, en sú bryggja leysir af hólmi eldri bryggjur, sem komnar voru til ára sinna. Nýja bryggjan mun nýtast til viðlegu gestaskúta og einnig sem viðkomubryggja farþegabáta.
Þá eru nokkur verkefni í burðarliðnum, m.a. útboð á lokaáfanga innréttinga 2. hæðar Bakkaskemmu þar sem Sjávarklasinn er til húsa og stutt er í að framkvæmdir við göngubryggju við Sjóminjasafnið fari af stað.
20140527_121318

FaxaportsFaxaports linkedin