Í ljósi aðstæðna í samfélaginu þá hefur verið tekin sú ákvörðun að aflýsa tendrun jólatrés við Miðbakka, laugardaginn 27. nóvember, ásamt viðburði sem halda átti eftir tendrun í Listasafni Reykjavíkur. Þetta er annað árið í röð sem slíkt er gert. Mat Faxaflóahafna er að ekki sé hægt að tryggja viðeigandi öryggi á meðan viðburði stendur. Áætlaður fjöldi fólks er meiri í ár en fyrri ár með nýju samstarfi við fyrirtæki í Austurhöfn, ásamt því að vera umfram það sem samkomutakmarkanir leyfa. Því hefur verið ákveðið að aflýsa viðburðinum alveg þetta árið. Jólatréð verður sett upp og ljósin tendruð strax við uppsetningu án formlegar athafnar, sem sagt sama fyrirkomulag og í fyrra.
Faxaflóahafnir ásamt fyrirtækjum í Austurhöfn stefna að því að halda þennan jólaviðburð árið 2022 með pompi og prakt.