Þann 13. apríl kom til Faxaflóahafna ungur maður að nafni Roman Drahulov frá Úkraínu og vildi kanna möguleika á starfi hjá fyrirtækinu. Roman er flóttamaður sem kom hingað til lands vegna ástandsins í heimalandi sínu og hefur hug að búa á Íslandi í framtíðinni. Ákveðið var að ráða hann strax til starfa hjá hafnarþjónustu Faxaflóahafna, þar sem hans starfskraftar munu nýtist vel í hafnarþjónustustörfum.

Roman er fyrsti erlendi starfsmaðurinn sem ráðinn hefur verið til Faxaflóahafna  sem eru ánægjuleg tímamót og í takt við stefnu fyrirtækisins um að auka fjölbreytileika meðal starfsmanna fyrirtækisins. Roman er þar að auki yngsti núverandi starfsmaður hjá hafnarþjónustu Faxaflóahafna en hann er fæddur árið 1999. Roman er lærður vélstjóri og hefur starfað sem slíkur í nokkur ár.

Faxaflóahafnir bjóða Roman hjartanlega velkominn til starfa hjá fyrirtækinu.

 

Ljósmynd af Roman Drahulov

FaxaportsFaxaports linkedin