Skemmtiferðaskip að nálgast Reykjavíkurhöfn

Skemmtiferðaskip að nálgast Reykjavíkurhöfn


Samkvæmt nýjustu upplýsingum um heildarfjölda erlendra ferðamanna til Íslands á árinu 2014 er talan að nálgast 1.100.000. Á vef Ferðamálastofu kemur fram að ferðamenn um Leifsstöð frá janúar til nóvember s.l. ár séu 915.000 en ekki liggja fyrir tölur í desember. Síðastliðið sumar komu 104.816 erlendir gestir til Reykjavíkur með skemmtiferðaskipum og til Seyðisfjarðar komu um það bil 16.000 farþegar með Norrænu og samtals hafa þá komið 120.816 farþegar til Íslands með skipum á árinu 2014.
Gera má ráð fyrir að farþegar í desember um Leifsstöð hafi verið um það bil 60.000 sem þýðir að samtals eru erlendir gestir með flugvélum og skipum til Íslands á seinastliðnu ári 1.095.816 og verður þá að reikna með viðeigandi skekkjumörkum. Þess ber einnig að geta að inn í þessar tölur vantar umferð um Reykjavíkurflugvöll, Egilsstaði og Akureyri og einnig tölur um komur farþega um hafnir í Hafnarfirði og Keflavík.

FaxaportsFaxaports linkedin