Á fundi stjórnar Faxaflóahafna sf. í morgun var samþykkt fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 ásamt langtímaáætlun og gjaldskrá fyrir árið 2015. Áætlunina ásamt greinargerð hafnarstjóra má sjá hér: Fjárhagsáætlun 2015 með greinargerð  Copy of IMG_0280
Tekjur ársins 2015 eru áætlaðar aukast um 3,1%, en rekstrargjöld um 6,5%. Meginskýringin felst í að breytingar á fasteignamati leiða til óbreyttra tekna af lóðaleigu en undir rekstri er aukið við sérgreind viðhaldsverkefni. Gjaldskrá Faxaflóahafna sf. hækkar þann 1. janúar n.k. um 3,5%, en stór hluti gjaldskrárinnar hefur verið óbreyttur frá 1. janúar 2013.
Megnverkefni í framkvæmdum eru framkvæmdir við nýjan hafnarbakka utan Klepps og á Grundartanga er gert ráð fyrir umfangsmikilli vegagerð í tengslum við fyrirhugaða starfsemi Silicor á Grundartanga. Unnið verður að ýmsum öðrum verkefnum, svo sem gerð tveggja flotbryggja á Akranesi og í Vesturbugt, gatnagerð utan Klepps, gerð göngubrúar með Ægisgarði, flutningur flotbryggju í Borgarnes, rafdreifikerfi á Skarfabakka o.fl. Niðurstaða áætlunarinnar skilar áfram traustum fjárhag fyrirtækisins um leið og unnið verður að nauðsynlegum og tímabærum verkefnum.

FaxaportsFaxaports linkedin