Faxaflóahafnir sf. hafa tekið í notkun í rafknúninn bíl af gerðinni Renault Kango FW 0Z, stærð hreyfils 44 kw. Þetta er fyrsta gerð rafknúinna atvinnubíla sem boðin er á Íslandi.
Bíllinn verður staðsettur á Reykjavíkursvæðinu og verður notaður af þeim starfsmönnum sem annast rafmagnstengingar um borð í skip og einnig útköllum sem snúa að afgreiðslu vatns fyrir skipin.
Það er því við hæfi að nota rafknúinn bíl í þetta hlutverk enda í anda umhverfisstefnu Faxaflóahafna. Höfnin hefur um árabil fært „Grænt Bókhald“ og markað sér stefnu í umhverfismálum.