Í nýsamþykktri gjaldskrá Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2018 var sett inn nýtt ákvæði til bráðabirgða um að bátar sem alfarið eru knúnir rafmagni og notaðir til skipulagðra siglinga með farþega séu undanþegnir bryggju- og lestargjaldi til ársloka 2025.
Í dag er málunum þannig háttað að engir bátar sem notaðir eru í skoðunarferðir og sigla um hafnarsvæði Faxaflóahafna sf. eru knúnir rafmagni. Nýja gjaldskráin virkar því hvetjandi fyrir útgerðirnar, því hún skapar lausnamiðað starfsumhverfi þar sem umhverfismál eru höfð að leiðarljósi og útgerðum er umbunað í leiðinni.