Nú er verið að vinna að því að færa innsiglingarmerkið á Gufuneshöfða um 105 metra. Ástæðan fyrir því að verið er að færa innsiglingarmerkið er sú að nýr Sundabakki fór inn í siglingarleið skipa að Vogabakka og því var fundinn annar staður til að tryggja öryggi. Verkefnið hófst í október og stendur til ársloka 2020. Eitt mastur með stefnuvirku ljósi verður sett upp í stað tveggja sem eru í dag. Í framhaldi af því verða gömlu merkin fjarlægð.