IMG_0517_2IMG_0522
Um hádegið í dag, mánudaginn 23. febrúar,  kom stærsta uppsjávarskip Færeyinga, Norðborg frá Klaksvík, til Reykjavíkur með loðnuafla. Skipið var að veiðum við Vestmannaeyjar og er með 1.258 tonn af frystri loðnu og 66 tonn af mjöli. Strax og löndun lýkur fer skipið á veiðar aftur en loðnan gengur nú vestur með landinu.
Norðborg er 83,5 metra löng og 5.200 brúttótonn að stærð. Þetta skip er öflugasta skipið í Færeyska flotanum og hefur gengið sérstaklega vel að fiska.

FaxaportsFaxaports linkedin