Bækistöð Faxaflóahafna var rétt í þessu að setja upp eimreiðina Minør á Miðbakka. Eimreiðin er yfirleitt sett upp í kringum sumardaginn fyrsta og tekin niður í kringum fyrsta vetrardag. Í ár eru 105 ár liðin síðan eimreiðarnar Minør og Pioner luku verki sínu við gerð Gömlu hafnarinnar. Eimreiðin Minør hefur ávallt verið í vörslu Faxaflóahafna yfir vetrartímann á meðan eimreiðin Pioner hefur verið varðveitt allt árið í kring á Árbæjarsafni. Eimreiðarnar voru keyptar hingað til lands vegna hafnargerðar. Þar að auki var járnbraut lögð frá Öskjuhlíð að Reykjavíkurhöfn og síðar einnig frá Skólavörðuholtinu.
Meðfylgjandi eru nokkar myndir sem teknar voru í dag við uppsetningu eimreiðarinnar.

Ljósmynd: Jóhann Páll Guðnason

Ljósmynd: Jóhann Páll Guðnason

Ljósmynd: Jóhann Páll Guðnason

Ljósmynd: Jóhann Páll Guðnason

Ljósmynd: Jóhann Páll Guðnason