Í dag 5. júní 2020, var Bækistöð Faxaflóahafna sf. að setja upp eimreiðina Minør á Miðbakka. Yfirleitt er eimreiðin sett upp í kringum sumardaginn fyrsta, en tafir hafa orðið vegna framkvæmda við Miðbakka.
Nú eru 103 ár liðin síðan eimreiðarnar Minør og Pioner luku verki sínu við gerð Gömlu hafnarinnar. Eimreiðin Minør hefur ávallt verið í vörslu Faxaflóahafna yfir vetrartímann á meðan eimreiðin Pioner hefur verið varðveitt allt árið í kring á Árbæjarsafni. Eimreiðarnar voru keyptar hingað til lands vegna hafnargerðar. Þar að auki var járnbraut lögð frá Öskjuhlíð, Kringlumýri og Skólavörðuholtinu.
Við hvetjum almenning til að skoða þessa flottu eimreið á Miðbakka. Gleðilegt sumar !