Unnið hefur verið við efnisfyllingu við stálþilið á Miðbakka í september. Jarðvinnuverktakinn Dráttarbílar sturtuðu rúmlega 1100 m3 af grófu böglabergi niður með þilinu og gröfuprammi frá Björgun slétti efnið út í rétta hæð. Þessi aðgerð er gerð til að koma í veg fyrir að skipaskrúfur myndi holur í botninum við stálþilið.

