Fimmtudaginn 1. september 2016 var haldinn fundur í húsnæði Faxaflóhafna sf., þar sem kynnt var fyrir hagsmunaaðilum drög að nýrri viðbragðsáætlun sóttvarna – hafnir og skip. Á fundinn mættu 50 manns og var því salurinn fullsetinn.
Viðbragðsáætluninni er ætlað að segja fyrir um skipulag og stjórn aðgerða í sóttvarnaaðgerðum þegar grunur leikur á að smitandi sjúkdómur eða annað atvik sem ógnað getur lýðheilsu sé að finna um borð í skipi sem er á leið til landsins, staðsett í höfn eða á leið frá landinu eftir dvöl í íslenskri höfn.
Áætlunin verður vistuð á vefsíðu almannavarna, www.almannavarnir.is og vefsíðu Sóttvarnarlæknis www.landlaeknir.is. Áætlunin mun taka gildi fljótlega eftir áramót.
1
Séð yfir salinn.
2
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir3
Íris Marelsdóttir, verkefnastjóri hjá sóttvarnalækni
4
Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir hjá sóttvarnalækni
5
Friðjón V. Pálmason, verkefnastjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra6
Hjálmar Björgvinsson, deildarstjóri almannavarnadeild ríkislögreglustjóra

FaxaportsFaxaports linkedin