Aðalfundur Faxaflóahafna sf. var haldinn föstudaginn 26. maí 2017. Ársskýrsla fyrir árið 2016 var lögð fram á fundinum en þar að auki var skipuð stjórn fyrir árið 2017.
Fyrir þá einstaklinga sem vilja skoða ársskýrslu Faxaflóahafna nánar, þá er hægt að fara inn á vef fyrirtækisins eða þá smella á myndina hér að neðan.
Líkt og áður hefur verið nefnt, þá var á ársfundinum skipuð ný stjórn Faxaflóahafna og er hún úr röðum eftirfarandi fulltrúa eigenda:
Aðalmenn: Dagur B. Eggertsson Líf Magneudóttir S. Björn Blöndal Þórlaug Ágústsdóttir Hildur Sverrisdóttir Einar Brandsson Björgvin Helgason Magnús Smári Snorrason | Varamenn: Gunnar Alexander Ólafsson Elín Oddný Sigurðardóttir Elsa Hrafnhildur Yeoman Eva Lind Þuríðardóttir Halldór Halldórsson Ólafur Adolfsson Arnheiður Hjörleifsdóttir Árni Hjörleifsson |
Áheyrnarfulltrúi Akraneskaupstaðar:
Ingibjörg Valdimarsdóttir
Mættir á fundinn voru fulltrúar Landsbjargar, Björgunarsveitarinnar Ársæls, Björgunarfélags Akraness, Björgunarsveitarinanr Kjalar og Björgunarsveitarinnar Brákar. Fulltrúar þessara félaga ásamt fulltrúum Faxaflóahafna sf. undirrituðu þá samning um stuðning Faxaflóahafna sf. við björgunarsveitirnar til næstu fimm ára.
Formaður stjórnar kynnti samþykkt stjórnar Faxaflóahafna sf. varðandi umhverfisviðurkenningu til fyrirtækis á starfssvæði Faxaflóahafna sf., undir nafninu “Fjörusteinninn”. Hann greindi frá því að stjórnin hefði ákveðið að veita viðurkenninguna til Landhelgisgæslu Íslands og tók Georg Lárusson, forstjóri við viðurkenningunni fyrir hönd stofnunarinnar. Nánari umfjöllun um vinningshafa verður gert skil í sér frétt.