Ársreikningur Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2017 var samþykktur í stjórn fyrirtækisins s.l. föstudag. Niðurstaða reikningsins er vel viðunandi.
Afkoman var betri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Tekjur voru alls 186,0 mkr. umfram áætlun, eða 5,3% en rekstrarútgjöld voru 106,6 mkr. yfir áætluðum útgjöldum, en þar vegur framlag í lífeyrissjóði samkvæmt lögum þyngst eða 322,3 mkr. Auknar tekjur skiluðu sér aðallega vegna aukins innflutnings, bæði varnings og olíu og aukinna tekna vegna komu skipa. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði varð því 79,0 mkr. hærri en áætlað hafði verið eða alls 597,0 mkr.
Þegar á heildina er litið er afkoma Faxaflóahafna sf. vel viðunandi og í aðalatriðum nokkru betri en sú fjárhagsáætlun sem lagt var upp með, en ófyrirséð framlag vegna lífeyrismála hefur mest áhrif á niðurstöðu ársins.
Rekstrartekjur Faxaflóahafna sf. árið 2017 voru 3.692,1 m.kr. sem er 8,2% hækkun reglulegra tekna á milli áranna 2016 og 2017. Rekstrargjöld Faxaflóahafna sf. árið 2017 voru 3.095,1 m.kr. og hækka að krónutölu á milli ára um 389,9 mkr. eða um 14,4%, en þar vegur langþyngst framlag til lífeyrissjóðanna eða 322,3 mkr. Eignfærð fjárfesting á árinu 2017 nam 1,7 Ma.kr. en stærsta verkefnið er bygging nýs viðlegubakka utan Klepps.
Hagnaður fyrir fjármunaliði var 597,0 mkr.
Hér má sjá ársreikninginn og greinargerð hafnarstjóra:
Faxaflóahafnir ársreikningur 2017
Greinargerð hafnarstjóra vegna ársreiknings 2017(B)